Um komma strik
Komma Strik er hönnunarstúdíó rekið af Elínu Maríu Halldórsdóttur, grafískum hönnuði og myndskreyti. Elín hefur áratugs reynslu sem grafískur hönnuður, bæði hjá auglýsingastofum og markaðsdeildum stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Með áherslu á einfaldleikann skapar hún grafískt efni sérsniðið að þörfum hvers viðskiptavinar.
MÖRKUN
Mörkun, kannski betur þekkt sem branding upp á enska tungu, er það sem gerir vörumerkið að því sem það er. Mörkun er allt frá lógói og litavali til þess hvernig valið er að ávarpa viðskiptavininn í markaðsefni.
MYNDSKREYTING
Myndskreyting getur verið svo miklu meira en að skreyta og gera efnið fallegt. Myndskreyting er leið til að koma skilaboðum áfram í gegnum sjónræna upplifun áhorfandans.
HEIMASÍÐUR
Það er stundum sagt að heimasíður séu andlit fyrirtækisins. Það er eflaust flóknara en svo, en hún er engu að síður mikilvæg. Við aðstoðum þig við að setja upp andlitið.
ÚTLITSHÖNNUN
Útlitshönnun bæklinga, ársskýrslna, bóka og annars útgáfuefnis. Hvað ert þú að gefa út?
Elín María Halldórsdóttir
Grafískur hönnuður og myndskreytir
Gerum eitthvað gaman
Við höfum gaman af skemmtilegum hugmyndum.
Hafðu samband og við gætum gert eitthvað gaman saman!