Punktur Punktur

Punktur Punktur er hlað­varp um og fyrir hönn­uði og aðra sem vinna í skap­andi greinum sem leit­ast við að veita fólki inn­blástur og inn­sýn í líf hönn­uða á Ís­landi. Talað er við ein­stak­linga sem hafa áhuga­verðar sögur að segja um hvernig þau byrj­uðu að fást við það sem þau gera í dag. Hvert spjall er ein­stak­lings­miðað en mark­mið hlað­varps­ins er að hrekja þá rót­grónu hugsun að hönn­uðir og aðrir skap­andi ein­stak­lingar séu allir lista­háskóla­gengnir og öðrum leiðum lyft upp og gert hærra undir höfði. Einnig er lögð áhersla á að ræða hverjir og hvað hefur haft áhrif á vinnu þeirra, hvaðan inn­blástur þeirra kemur og hvers vegna starfs­vett­vangur þess varð fyrir val­inu. Rætt er um þá grein sem við­mæl­andi vinnur í og framtíð og áskor­anir innan henn­ar.