Menntahvöt
Menntahvöt er verkefni á vegum SASS sem miðar að því að auka menntun á Suðurlandi. Verkefnið á að kynna möguleika á menntun, hvort sem það er iðnnám, háskólanám eða annars konar framhaldsnám. Þá er markhópurinn mjög breiður og innihaldið mikið og breitt. Komma Strik fékk það verkefni að skapa ásýnd Menntahvatar. Niðurstaðan var litríkt og skemmtilegt útlit fyrir samfélagsmiðla og prent sem hægt er að laga að því sem verið er að kynna hverju sinni.
SASS
Mörkun, grafísk hönnun.