Punktur Punktur
Punktur Punktur er hlaðvarp um og fyrir hönnuði og aðra sem vinna í skapandi greinum sem leitast við að veita fólki innblástur og innsýn í líf hönnuða á Íslandi. Talað er við einstaklinga sem hafa áhugaverðar sögur að segja um hvernig þau byrjuðu að fást við það sem þau gera í dag. Hvert spjall er einstaklingsmiðað en markmið hlaðvarpsins er að hrekja þá rótgrónu hugsun að hönnuðir og aðrir skapandi einstaklingar séu allir listaháskólagengnir og öðrum leiðum lyft upp og gert hærra undir höfði. Einnig er lögð áhersla á að ræða hverjir og hvað hefur haft áhrif á vinnu þeirra, hvaðan innblástur þeirra kemur og hvers vegna starfsvettvangur þess varð fyrir valinu. Rætt er um þá grein sem viðmælandi vinnur í og framtíð og áskoranir innan hennar.